Morgunfundur Markaðsstofu Kópavogs og Íslandsbanka

Forsvarsmönnum fyrirtækja í Kópavogi er boðið til morgunfundar um efnahagshorfur fyrir 2020 og 2022 sem haldinn verður föstudaginn 21 febrúar nk. kl. 8:00 til 9:00 í útibúi bankans á 1. hæð í Norðurturni að Hagasmára 3, 201 Kópavogi, Á fundinum mun Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka og Bergþóra Baldursdóttir, hagfræðingur í Greiningu Íslandsbanka fara yfir nýja þjóðhagsspá fyrir árin 2020-2022, svara fyrirspurnum og ræða við gesti. Boðið verður uppá léttan morgunverð. Fundurinn er opinn öllum forsvarsmönnum fyrirtækja í Kópavogi. Þátttakendur…

Lesa meira »

Hamraborg – Vinnustofa um verslun og þjónustu

Markaðsstofa Kópavogs býður fulltrúum fyrirtækja í Hamraborg, til vinnustofu þar sem farið verður yfir  stöðu Hamraborgarinnar sem „miðbæjarsvæðis“. Markmið vinnustofunnar er að sækja tillögur um úrbætur og breytingar til þeirra sem best þekkja rekstrarumhverfi á svæðinu.

Fundurinn verður með formi „úrbótavinnustofu“ þar sem fundarmenn munu vinna saman í nokkrum hópum við að draga fram það sem betur megi gera og það sem helst þarf að breyta og lagfæra. Niðurstaða vinnustofunnar verður forgangsraðaður verkefnalisti sem kjörnir fulltrúar og starfsmenn bæjarins munu hafa taka tillit til við hönnun og skipulag á svæðinu.

Í upphafi fundar munu fulltrúar Kópavogsbæjar fara yfir núverandi stöðu og kynna samþykkta tillögu um fyrirhugaðar breytingar á svæðinu.

Við hvetjum stjórnendur fyrirtækja til að mæta og hafa áhrif á framtíðar skipulag Hamraborgarinnar.

Vinnustofan fer fram fimmtudaginn 17. maí kl. 16:30 til 18:30 á neðri hæð safnaðarheimilis Kópavogskirkju, Hábraut 1a, 200 Kópavogi.

Sterk liðsheild?

Hádegisfundur verður: 24. apríl frá 12:00 – 13:00, hjá Kvan ehf. að Hábraut 1a (í kjallara safnaðarheimilis Kópavogskirkju).

Skráning er hérna.

Jón Halldórsson er menntaður íþróttakennari, lögreglumaður og er vottaður ACC markþjálfi. Hann starfar sem framkvæmdarstjóri KVAN, þjálfari á námskeiðum, stjórnendamarkþjálfi ásamt því að halda fyrirlestra. Jón hefur í fjölda ára starfað við að þjálfa einstaklinga, stjórnendur og starfsmenn fyrirtækja, einnig hefur hann haldið hundruði fyrirlestra með mismunandi efnistökum. Jón hefur unnið mikið með afreksíþróttafólki og aðstoðað það við að setja sér skýr markmið og með aðferðarfræði markþjálfunar skoðað hvaða þætttir eru líklegastir til að hjálpa viðkomandi einstakling að ná settu marki.

Liðsheild er einn mikilvægasti þáttur fyrirtækja til að ná árangri. Góð liðheild getur ráðið úrslitum um árangur fyrirtækja og hvort þau ná að vaxa og dafna. Á þessum fyrirlestri mun Jón fjalla um hvernig við sköpum sterka liðsheild og fáum alla til að stefna að sama marki. Skemmtilegur fyrirlestur þar sem að við skoðum hvernig hægt er að byggja upp skemmtilega fyrirtækjamenningu – sem styður við markmið fyrirtækja.

Í boði verður léttur hádegismatur.

Þetta er eingöngu í boði fyrir fyrirtæki félaga í Markaðsstofu Kópavogs. Þú getur skráð fyrirtæki þitt um leið og þú skráir þig á námskeiðið, það kostar eingöngu 12 þúsund krónur á ári og í boði eru fyrirlestar eins og þessi fyrir félagsmenn.

Takmarkaður fjöldi sæta er í boði

Click here to add your own text