Samstarf við Reykjavík Loves
Sveitarfélögin á Höfuðborgarsvæðinu skrifuðu undir samkomulag árið 2016 um að vörumerkið Reykjavík Loves yrði notað til að markaðssetja höfuðborgarsvæðið í heild til erlendra ferðamanna.
Samningurinn felur í sér samstarf sveitarfélaganna á vettvangi markaðsmála, viðburða og upplýsingamála í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Markmið samstarfsins er að vinna að því að ferðamenn dreifist meira um höfuðborgarsvæðið, verji þar meiri tíma og nýti betur afþreyingu og þjónustu á svæðinu í heild. Höfuðborgarstofa ber ábyrgð á framkvæmd samningsins.
Markaðsstofa Kópavogs
Engihjalla 8
200 Kópavogi
Sími: 864 8830
markadsstofa@kopavogur.is
Kennitala: 560713-1180
VSK Númer: 115693