Sterk liðsheild?

Stutt námskeið eingöngu í boði fyrir félagsmenn!

Námskeiðið verður: 30. janúar á milli 12:00 e.h. – 1:00 e.h.

Skráning er hérna.

Jón Halldórsson er menntaður íþróttakennari, lögreglumaður og er vottaður ACC markþjálfi. Hann starfar sem framkvæmdarstjóri KVAN, þjálfari á námskeiðum, stjórnendamarkþjálfi ásamt því að halda fyrirlestra. Jón hefur í fjölda ára starfað við að þjálfa einstaklinga, stjórnendur og starfsmenn fyrirtækja, einnig hefur hann haldið hundruði fyrirlestra með mismunandi efnistökum. Jón hefur unnið mikið með afreksíþróttafólki og aðstoðað það við að setja sér skýr markmið og með aðferðarfræði markþjálfunar skoðað hvaða þætttir eru líklegastir til að hjálpa viðkomandi einstakling að ná settu marki.

Liðsheild er einn mikilvægasti þáttur fyrirtækja til að ná árangri. Góð liðheild getur ráðið úrslitum um árangur fyrirtækja og hvort þau ná að vaxa og dafna. Á þessum fyrirlestri mun Jón fjalla um hvernig við sköpum sterka liðsheild og fáum alla til að stefna að sama marki. Skemmtilegur fyrirlestur þar sem að við skoðum hvernig hægt er að byggja upp skemmtilega fyrirtækjamenningu – sem styður við markmið fyrirtækja.

Í boði verður léttur hádegismatur.

Þetta er eingöngu í boði fyrir fyrirtæki félaga í Markaðsstofu Kópavogs. Þú getur skráð fyrirtæki þitt um leið og þú skráir þig á námskeiðið, það kostar eingöngu 12 þúsund krónur á ári og í boði eru fyrirlestar eins og þessi fyrir félagsmenn.

Takmarkaður fjöldi sæta er í boði