Hreinsunarátak á atvinulóðum á Kársnesi verður vikuna 26. til 30. nóvember.

Kópavogsbær stendur fyrir hreinusnarátaki á Kársnesi og sendir fyrirtækjum og lóðareigendum áskorun um að taka til á lóðum sínum og gera umhverfið snyrtilegt.

Endurvinnslugámum verður komið fyrir við Bakkabraut 9 þar sem fyrirtæki geta losað sig við málma, timbur, plast og pappa án kostnaðar. Annað rusl s.s. spilliefni, bílflök og hjólbaraða þurfa fyrirtæki að losa sig við sjálf. Starfsmenn áhaldahúss Kópavogs verða á svæðinu til að hirða rusl og annað dót sem er utan lóða og á bæjarlandi.

Mánudaginn 26. nóvember munu starfsmenn Kópavogsbæjar fara um svæðið og líma aðvörunarmiða á bíla, gáma og aðra lausamuni sem eru í leyfisleysi á bæjarlandi í hverfinu. Bregðist eigengdur ekki við verða þessir munir fjarlægðir og þeim fargað innan tveggja vikna.

Vonast er eftir góðri samvinnu við fyrirtæki og byggingaverktaka á svæðinu.

Stöndum saman og vinnum að því að gera Kársnesið okkar hreint og snyrtilegt.